Heimaskólinn eitt það erfiðasta

Charlize Theron.
Charlize Theron. AFP

Leikkonan Charlize Theron segir það að kenna börnunum heima hafi verið eitt það erfiðasta við kórónuveirufaraldurinn. 

Í viðtali við Today segir leikkonan að það sé töluvert auðveldara að leika í hasarmyndum en að kenna börnunum heima. Theron á tvær dætur, Jackson og August sem eru átta og fimm ára. 

„Þetta var mjög mikið álag. Ég vil heldur leika í hasarmynd aftur og aftur frekar en að hafa börnin í heimaskóla,“ sagði Theron.

Theron ættleiddi börnin sín 2012 og 2015. Annað barnið var strákur en þegar hann var þriggja ára sagðist hann ekki vera strákur heldur stelpa. Theron hefur upp frá því alið upp tvær stelpur.

Um ættleiðingarferlið sagðist hún ekki hafa haft neinar fyrirfram ákveðnar hugmyndir. „Ég sótti um að ættleiða í þeim löndum sem leyfðu einstæðum konum að ættleiða og það vildi svo til að börnin mín urðu bandarísk og af svörtu bergi brotið. Börnunum var ætlað að vera hluti af lífi mínu - þetta eru börnin mín,“ segir Theron.

View this post on Instagram

We don’t wanna leaves 🍃

A post shared by Charlize Theron (@charlizeafrica) on Aug 25, 2019 at 12:38pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert