Hugmyndasnauðir foreldrar þurfa ekki að örvænta

Það elska allir að gera jóga á ströndinni.
Það elska allir að gera jóga á ströndinni. mbl.is/Colourbox

Eflaust eru margir farnir í frí með börnum sínum um þessar mundir. Það getur hins vegar verið hausverkur fyrir foreldra að vita hvað er best að gera, þar sem alltaf er að bætast eitthvað nýtt við og margir farnir að gleyma gömlu leikbrögðunum. 

Á vefnum GoodtoKnow má finna 62 einfalda hluti að gera með krökkunum í sumar. 

Barnavefurinn mælir með þessu:

Límmiðagerð

Það er ótrúlega gaman að fara í föndurbúðir og kaupa það sem til þarf í góða límmiðagerð. Það þarf sérstakan pappír í þetta. Fallega penna og lím og að sjálfsögðu skærin góðu. 

Svo má nota límmiðana til að fegra umhverfið. Ekki gleyma að búa til límmiða með jákvæðum staðhæfingum sem gleðja bæði börnin og fullorðna. 

Blómabækur

Það er ekkert eins fallegt og skemmtilegt og að fara út og tína blóm sem maður síðan pressar í bækur. 

Pressuð þurrkuð blóm eru einstaklega falleg og hafa verið í tísku í marga áratugi. Enda fara blóm aldrei úr tísku og útivera ekki heldur. 

Best er að leyfa blómunum að vera pressuð inni í bók í smá tíma áður en þau eru límd á listaverk sem fer svo inn í stofu eða utan á dagbækur og fleira. Gaman er að skreyta kökur, krem og fleira með pressuðum blómum sem má geyma í kassa eða fallegu íláti á milli föndurs. 

Það er hægt að gera ýmislegt við pressuð blóm. Líma …
Það er hægt að gera ýmislegt við pressuð blóm. Líma utan á bækur eða setja á kökur eða upp á vegg í ramma ef það hentar. mbl.is/Colourbox

Minningabox

Einfaldur viðarkassi getur breyst í fallegt minningabox barnsins. Það er gaman að skreyta boxið með nafni barnsins og einhverju fallegu að utan. Síðan má safna skeljum, ljósmyndum, litlum fatnaði og fleira í boxið. Síðan þegar barnið verður fullorðið getur það tekið upp úr boxinu, með sínu barni og sagt því sögur um æskuna sína. 

Vísindatilraunir

Börn elska að læra í gegnum það að gera. Í bókabúðum fást alls konar bækur sem kenna vísindatilraunir, en einnig box þar sem fólk getur fylgt einföldum útskýringum. 

Jóga

Öll fjölskyldan ætti að prófa að gera jóga saman úti í garði eða niður á strönd. Að læra að stoppa hugsanir og hlusta á innsæið er einstaklega dýrmætt og af hverju ekki að gera það með þeim sem maður treystir best. 

mbl.is