Svona fjárfestir þú í barninu þínu

Börn leika sér hamingjusöm, glöð og frjáls þegar þau vita …
Börn leika sér hamingjusöm, glöð og frjáls þegar þau vita að foreldrarnir eru til staðar fyrir þau ef eitthvað er. mbl.is/Colourbox

Margir eru að hlaupa frá eigin barnæsku og ætla að gera hlutina akkúrat öfugt við það sem þeir ólust upp við. Á vef Psychology Today er góð grein sem sýnir að það er ekki hægt með hlaupum heldur verður fólk að skoða eigin barnæsku og vinna í málunum.

Það hvernig einstaklingar tengjast foreldrum sínum í frumbernsku, það sem kallað er tengslamyndun, ákvarðar það hvernig einstaklingar tengjast öðru fólki í framtíðinni, þar á meðal börnunum sínum.

Það er aldrei of oft minnt á það hvað örugg geðtengsl fela í sér:

Örugg tengsl myndast þegar barnið er séð, það er huggað og upplifir sig öruggt með foreldrum sínum. Það elst upp í umhverfi þar sem þolinmæði og samkennd ríkir. Foreldrarnir kunna að róa sínar eigin tilfinningar með heilbrigðum leiðum og kenna barninu það áfram. 

Foreldrar sem eru með örugg geðtengsl sjá börnin sín sem einstaklinga en ekki framlengingu af sér. Þau geta verið nálægt börnum sínum, án þess að fara yfir mörkin þeirra og verið til staðar fyrir börnin sín. 

Foreldrið þarf ekki að vera fullkomið. Enda getur enginn sinnt barni allan sólahringinn. 

Barnið kann að treysta á annað fólk, en sér sjálft sig sem einstakling óháðan áliti eða hegðun annarra. Ef fólk er illa fyrir kallað eða jafnvel vont í kringum barnið segir það frá og gerir ekki ráð fyrir því að annað fólk hagi sér á þennan hátt vegna sín. 

Það þykir einstaklega mikilvægt að vinna í að gera geðtengsl við börn heilbrigð og sterk, því það eykur lífsgæði þeirra á fullorðinsárum líka. 
Sama úr hvernig umhverfi þú kemur, þá getur þú alltaf …
Sama úr hvernig umhverfi þú kemur, þá getur þú alltaf unnið í því að vera með örugg geðtengsl. Þó ekki sé nema fyrir börnin þín og framtíðina. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert