Bestu óléttumyndir fræga fólksins

Beyoncé tilkynnti um tvíbura með eftirminnilegum myndum.
Beyoncé tilkynnti um tvíbura með eftirminnilegum myndum. Skjáskot/Instagram

Margir virðast vilja fanga hið dýrmæta augnablik sem óléttan er. Það á líka við um frægustu konur heims. Sumar eru þó betri í því en aðrar en segja má að Demi Moore hafi átt frumkvæðið og Beyoncé hafi síðan náð fullkomnum tökum á listinni.

Demi Moore

Demi Moore á heiðurinn af því að koma af stað bylgju óléttumynda fræga fólksins. Hún sat fyrir nakin á forsíðu Vanity Fair 1991 en fram að því höfðu konur gjarna falið óléttubumbuna í víðum rósóttum kjólum. Nú er öldin önnur og keppast stjörnurnar um að bera bumbuna.

Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991.
Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991. skjáskot/Elle

Beyoncé 2017

Beyoncé tók óléttumyndina á annað stig þegar hún birti þessa mynd af sér. Hún er óneitanlega drottning myndmáls en blómin eru sígilt tákn um frjósemi og ást. Þá er slörið og stelling hennar vísun í trúarlegt þema. Þarna gengur hún með tvíburana Rumi og Sir. Óhætt er að segja að óléttuheimurinn hefur aldrei verið samur síðan.

Serena Williams 2017 

Anne Lebowitz tók þessa áhrifamiklu mynd af tennisstjörnunni Serenu Williams fyrir Vanity Fair. Þarna átti Williams von á sínu fyrsta barni.

View this post on Instagram

Must read article. Link in bio

A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Jun 27, 2017 at 6:20am PDT

Alanis Morissette 2016

Morissette flýtur í vatninu með sitt annað barn. 

Eva Longoria 2018

Eva Longoria átti sitt fyrsta barn 43 ára, strákinn Santiago Enrique Bastón.

Kourtney Kardashian 2014

Þarna var hún komin níu mánuði á leið og valdi að hafa aðeins eitt indíána-hálsmen á sér. „Þessar myndir eru fallegar og ég er ánægð með að deila þeim. Ég elska hversu hráar þær eru. Þetta er líkaminn minn. Ég er ekki að reyna að ganga í augun á neinum eða vera eitthvað sem ég er ekki,“ sagði Kardashian um myndirnar.

View this post on Instagram

#TBT

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 23, 2015 at 8:27am PDT

Kim Kardashian 2013

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Kim Kardashian mætti í þessum rósótta kjól á Met Gala þarna um árið. Mörgum þótti kjóllinn minna um of á gamlar gardínur eða sófasett. Kardashian á að hafa fellt tár vegna viðbragðanna. Án efa einn frægasti óléttukjóll allra tíma.

View this post on Instagram

I think I nailed the Kim K costume! 🕸👻🕷

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Oct 31, 2015 at 10:57pm PDT

mbl.is