Sonur Hurley auglýsir maskara

Sonur Elizabeth Hurley, Damian Hurley, er ótrúlega líkur móður sinni.
Sonur Elizabeth Hurley, Damian Hurley, er ótrúlega líkur móður sinni. skjáskot/Instagram

Damian Hurley sonur fyrirsætunnar Elizabeth Hurley situr fyrir ásamt Irinu Shayk í nýrri maskara-auglýsingu Pat McGrath. Móðirin segist afar stolt af syninum sem þykir mjög líkur henni í útliti.

Í auglýsingunni leggst Irina Shayk ofan á drenginn og heyra má setninguna, „Ég elska fegurð hennar en hræðist huga hennar,“ sem er tilvitnun eftir Marie-Henri Beyle. Þess má geta að auglýsingin var tekin upp fyrir tíma kórónuveirunnar.

Hurley er átján ára og hefur átt velgengni að fagna sem fyrirsæta - líkt og móðir sín Elizabeth Hurley. Fyrr í sumar missti Hurley föður sinn, Steve Bing, en hann svipti sig lífi aðeins 55 ára að aldri. 

Fyrirsætan Shayk er 34 ára og er þekkt meðal annars fyrir að vera fyrrverandi kærasta og barnsmóðir leikarans Bradley Cooper. 

View this post on Instagram

the breathtaking @IrinaShayk and I for my favourite Aunty @PatMcGrathReal , directed by the extraordinary #StevenMeisel 🖤

A post shared by Damian Hurley (@damianhurley1) on Jul 13, 2020 at 8:50am PDT

mbl.is