Iggy Azalea velur óhefðbundið nafn

Iggy Azalea.
Iggy Azalea. Skjáskot/Instagram

Eins og stjarnanna er háttur hefur rapparinn Iggy Azalea skírt strákinn sinn nokkuð óhefðbundnu nafni. Strákurinn heitir Onyx sem er tegund af kvarts steini.

Þess má geta að raunverulegt nafn Azalea er einmitt Amethyst Amelia Kelly. Því má leiða líkur að því að Azalea hafi fundið nafn sem passaði vel við hennar eigið nafn.

View this post on Instagram

Baby boyyyyyyy 🥺

A post shared by Iggy Azalea (@thenewclassic) on Jul 14, 2020 at 11:54am PDT

mbl.is