Safna peningum fyrir son Rivera

Höfundar Glee safna nú í háskólasjóð fyrir Josey litla.
Höfundar Glee safna nú í háskólasjóð fyrir Josey litla. AFP

Ryan Murphy, Brad Falchuk og Ian Brennan, höfundar þáttanna Glee, hafa komið af stað söfnun fyrir son leikkonunnar Naya Rivera sem fannst látin í byrjun vikunnar. Rivera var hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Glee.

Rivera hvarf á siglingu á Piru vatni á miðvikudagskvöldið fyrir viku. Henn var leitað í fimm daga og að lokum fannst lík hennar á mánudagskvöldið. Á bátnum fannst fjögurra ára gamall sonur hennar, Josey. 

Josey litla átti hún með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Dorsey.

„Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar, sérstaklega móður hennar, Yolanda, sem var stór hluti af Glee-fjölskyldunni og syni hennar Josey. Við þrír erum núna að koma á fót háskólasjóði fyrir fallega soninn sem Naya elskaði mest af öllum,“ sögðu Glee-höfundarnir í tilkynningu í gær.

mbl.is