Biel og Timberlake eignuðust son í leyni

Justin Timberlake og Jessica Biel láta ekki allt flakka á …
Justin Timberlake og Jessica Biel láta ekki allt flakka á samfélagsmiðlum. AFP

Justin Timberlake og Jessica Biel eignuðust son nú á dögunum eftir að hafa tekist að halda meðgöngunni alfarið utan sviðsljóss fjölmiðla.

Fjöskyldan er talin vera stödd í Montana þar sem þau hafa dvalið á meðan kórónuveiru faraldurinn gengur yfir. Biel hefur ekki birt neinar myndir af sér þar sem glittir í vaxtarlag hennar síðan í mars en þá birtist mynd af henni á Instagram í náttfötunum að fagna afmæli sínu.

Biel og Timberlake hafa verið saman frá 2007 og giftu sig árið 2012. Þau áttu fyrir einn son, Silas sem er fimm ára.

mbl.is