Blær og Guðmundur gáfu syninum nafn

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Leik­kon­an Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir og leik­ar­inn Guðmund­ur Felixs­son hafa gefið syni sínum nafnið Arnaldur Snær Guðmundsson. 

Nafnagjöfin fór fram í blíðskapaveðri heima hjá öfunum Felix og Baldri á Túnsbergi í gær og það geislaði af nýbökuðu foreldrunum. Þuríður klæddist fallegum gulum og hvítum sumarkjól en Guðmundur, Felix og Baldur voru flottir með þverslaufur. Veislan var hin glæsilegasta og Salka Sól Eyfeld tók lagið.

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju með fallegt nafn. 

mbl.is