Eignaðist kraftaverkabarn 47 ára

Raunveruleikastjarnan Kenya Moore með kraftaverkabarnið sitt.
Raunveruleikastjarnan Kenya Moore með kraftaverkabarnið sitt. skjáskot/Instagram

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kenya Moore lætur gott af sér leiða með því að styrkja fólk sem þarf á tæknifrjóvgun að halda. Moore, sem er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum The Real Housewives of Atlanta, eignaðist sitt fyrsta barn 47 ára eftir tæknifrjóvgun og kallar dóttur sína kraftaverkabarnið. 

„Beið næstum því allt mitt líf eftir því að eignast barn,“ sagði Moore í viðtali við People, „svo ég þekkti angistina sem fólk, sérstaklega konur, finnur fyrir; tilhugsunina um að ég gæti mögulega ekki eignast barn.“

Moore áttaði sig á að hún væri að renna út á tíma þegar hún varð fertug.

„Ég vildi ekki eignast barn ein. Ég vildi ekki verða einstæð móðir. Svo ég beið og eftir fertugt horfði ég upp og hugsaði: guð minn góður,“ sagði Moore sem kynntist þó ekki barnsföður sínum fyrr en hún var orðin 46 ára. Einu ári seinna eignuðust þau dóttur. 

Raunveruleikastjarnan segir dóttur sína vera kraftaverkabarn á fleiri en einn hátt. Auk þess sem Moore var eldri en flestar frumbyrjur kom dóttir hennar í heiminn einum og hálfum mánuði fyrir settan dag. Moore fór í keisaraskurð sem reyndist erfiður og tók mun lengri tíma en hefðbundinn keisaraskurður. 

„Ég kalla hana kraftaverkabarnið af því að þetta var barn sem allir sögðu að væru nánast engar líkur fyrir mig að eignast,“ sagði Moore í viðtalinu.

View this post on Instagram

#FBF @thebrooklyndaly just a few months old. #blessed #miraclebaby

A post shared by Kenya Moore (@thekenyamoore) on Apr 17, 2020 at 2:05pm PDT

View this post on Instagram

It isn’t hard to be happy when you are together and healthy. May God bless everyone on this Holy day. Happy Easter

A post shared by Kenya Moore (@thekenyamoore) on Apr 12, 2020 at 1:30pm PDT

View this post on Instagram

Happy Birthday to Me! Whew this has been quite a year! Despite the turmoil there has been a constant positive force of love and light in my life. God brought this Angel into my world who is the miracle known as Brooklyn and everyday is my birthday. How did she get here? Why did she choose me? She knew I needed her far more than she needed me. You are my life Brooklyn, my happiness, my joy, and the unconditional love I waited my whole life for. You have my grandmother’s spirit. She left me so I could have you. I live my whole life for you. You are everything that is good in me and you inspire me to be better everyday. You are my legacy. My only birthday wish is may God continue to cover you and bless you forever and always. I pray for these things Jehovah in the name of your son Jesus Christ. Amen. ❤️👶🏽 #miraclebaby #babybrooklyn #unconditionallove

A post shared by Kenya Moore (@thekenyamoore) on Jan 24, 2020 at 6:48am PST

mbl.is