Prinsinn á erfitt með að virða fjarlægðarmörk

Hér má sjá Vilhjálm Bretaprins með Lúðvík prins í fanginu. …
Hér má sjá Vilhjálm Bretaprins með Lúðvík prins í fanginu. Á myndinni eru eldri systkini Lúðvíks þau Karlotta og Georg. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGEAFP/

Katrín hertogaynja mætti í morgunsjónvarp BBC á dögunum og talaði um móðurhlutverkið. Katrín á þrjú börn með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins. Greindi hún frá því að yngsta barn hennar, sem er tveggja ára, ætti erfitt með að virða tveggja metra regluna. 

„Lúðvík skilur ekki fjarlægðartakmarkanir. Hann fer út og vill faðma allt, sérstaklega börn sem eru yngri en hann,“ sagði Katrín um tveggja ára son sinn. 

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP

Katrín mætti í sjónvarpsþáttinn til þess að kynna verkefni sitt sem kallast Tiny Happy People. Í verkefninu er lögð áhersla á þroskaferli barna fimm ára og yngri og þá sérstaklega hvað viðkemur tilfinningagreind og félagsfærni. Hún segist hafa fengið mikla hjálp fyrstu mánuðina en eftir þá var lítill stuðningur þangað til börnin hennar fóru í skóla. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert