Tvíburar Hörpu Kára komnir í heiminn

Harpa Káradóttir eignaðist tvíbura.
Harpa Káradóttir eignaðist tvíbura.

Förðunarmeistarinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eignuðust tvíbura á fimmtudaginn síðastliðinn.


Börnin eru drengir og eru eineggja. Fyr­ir á Harpa eitt barn og því fara þau úr því að vera þriggja manna fjöl­skylda yfir í það að vera fimm manna fjöl­skylda. 

„Og allt í einu eru þeir bara komnir til okkar. Við Guðmundur Böðvar trúum varla okkar eigin augum. Litlu kraftaverkin okkar,“ skrifaði Harpa við fyrstu myndina sem hún birtir af þeim. 

mbl.is