Federline treystir Spears fyrir drengjunum

Kevin Federline treystir Britney Spears fyrir sonum þeirra.
Kevin Federline treystir Britney Spears fyrir sonum þeirra. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears á enn í góðu sambandi við syni sína Jayden og Sean og fær að hitta þá reglulega. 

Samkvæmt heimildarmönnum TMZ myndi barnsfaðir hennar, Kevin Federline, ekki senda drengina til móður sinnar ef hann efaðist um getu hennar til að sjá um þá eða treysti henni ekki. 

Spears hefur ekki verið sjálfráða síðastliðin 12 ár og hefur faðir hennar farið með forræði yfir henni lengstan hluta. Í janúar á þessu ári tók Jodi Montgomery við forræðinu yfir Spears að ósk föður hennar vegna hrakandi heilsu hans. Í ágúst verða forræðismál Spears tekin fyrir hjá dómara.

mbl.is