Turner og Jonas eignuðust stúlku

Sophie Turner og Joe Jonas eignuðust stúlku.
Sophie Turner og Joe Jonas eignuðust stúlku. AFP

Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner og tónlistarmaðurinn Joe Jonas eignuðust stúlku hinn 22. júlí síðastliðinn. 

Litla stúlkan kom í heiminn á sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hefur fengið nafnið Willa. 

„Parið er nú þegar yfir sig hrifið og getUR ekki hætt að monta sig af litlu viðbótinni,“ sagði heimildarmaður í viðtali við Entertainment Tonight.

mbl.is