Opinberaði nafn þriðju dóttur Lively og Reynolds

Taylor Swift opinberaði nafnið.
Taylor Swift opinberaði nafnið. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift opinberaði nafn þriðju dóttur stjörnuparsins Blake Lively og Ryans Reynolds á nýjustu plötu sinni Folklore, sem kom út í síðustu viku. 

Aðdáendur Swift tóku eftir því að á plötunni er að finna lagið Betty. Í laginu Betty koma fyrir þrjú nöfn, Betty, James og Inez en eldri dætur þeirra Lively og Reynolds heita einmitt James og Inez. Því fóru sögusagnir á kreik um að þriðja dóttirin sem kom í heiminn í október í fyrra héti Betty. 

Þessar sögusagnir hafa svo verið staðfestar af heimildarmönnum sem segja að lagið sé í reynd nefnt eftir þriðju dótturinni. 

Lively og Swift eru góðar vinkonur og lofsöng Lively nýjustu plötu vinkonu sinnar á Instagram nýlega.

mbl.is