Keating hrósar konunni sinni

Ronan og Storm Keating.
Ronan og Storm Keating. Skjáskot/Instagram

Írski söngvarinn Ronan Keating hrósar konunni sinni Storm fyrir dugnað. Á mynd sem hann birtir af henni á Instagram má sjá hana gefa nýfæddu barni þeirra Coco brjóst á meðan hún sinnir öðrum verkefnum í símanum, með bunka af skjölum sér við hlið. Við myndina skrifar hann: „Þú ert stöðugt að tryggja að öllum líði vel, þú leggur svo hart að þér að sjá til þess að allt sé á sínum stað og á sama tíma ertu frábær móðir.“

mbl.is