Stolt af slitförunum í baðfataauglýsingu

Ashley Graham sýnir líkama sinn eins og hann er í …
Ashley Graham sýnir líkama sinn eins og hann er í nýrri auglýsingaherferð. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Ashley Graham sat á dögunum fyrir á baðfötum í nýrri auglýsingaherferð. Graham eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs og ber merki þess á maganum. Hún ákvað þó að leyfa slitunum á maganum að sjást í herferðinni í stað þess að eyða þeim í eftirvinnslu eins og oft er gert. 

Í viðtali við People vegna myndanna segir Graham að hún fái alltaf spurningar um hvað hún vilji láta laga og taka út í eftirvinnslu á myndum. „Ekkert,“ svaraði Graham þegar hún fékk spurninguna eftir baðfatamyndirnar. „Ég vil að fólk sjá hver ég er af því að allir eiga sína sögu.“

Graham segir að margar konur séu óöruggar með líkama sinn. „Ég vil að þær skilji að við erum allar með eitthvað sem samfélagið hefur sagt okkur að fela og af hverju þurfum við að gera það? Svo hér sýni ég það sem ég er með og er stolt.“ 

mbl.is