Annie Mist komin á steypirinn

Annie Mist er gengin 39 vikur með sitt fyrsta barn.
Annie Mist er gengin 39 vikur með sitt fyrsta barn. Ljósmynd/Foodspring

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir er gengin rúmlega 39 vikur með sitt fyrsta barn og aðeins fimm dagar í settan dag. Annie segist halda að kúlan sé næstum því orðin jafn stór og afgangurinn af líkamanum hennar. 

„Mér líður enn þá mjög vel. Svo þakklát fyrir að ég get enn æft og hreyft mig á hverjum degi,“ skrifar Annie. Hún hefur verið dugleg að taka myndir af sér á meðgöngunni. 

„Sú stutta fattaði hvernig hún getur leikið sér með þvagblöðruna mína og skemmtir sér við að sparka í rifbeinin mín. Ég er með mikla braxton hicks-samdrætti en það þýðir bara að líkaminn er að gera sig tilbúinn fyrir komandi átök,“ skrifar Annie.

mbl.is