Fyrirsæta á von á þriðja barninu

Coco Rocha á von á sínu þriðja barni.
Coco Rocha á von á sínu þriðja barni. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Coco Rocha á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum James Conran. Rocha og Conran eiga von á stúlku en fyrir eiga þau dótturina Ioni og soninn Iver. 

„Það gleður mig ótrúlega mikið að segja ykkur frá því að við eigum von á okkar þriðja barni. Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta verið furðuleg meðganga á þessum klikkuðu tímum. Ég er þakklát og heppin að vera umkringd fjölskyldunni minni og við erum öll heilbrigð og hamingjusöm að vera að fara að bjóða aðra litla stúlku velkomna í fjölskylduna,“ sagði Rocha í færslu sinni á Instagram. 

Rocha og Conrad gengu í það heilaga árið 2010 og fimm árum seinna eignuðust þau sitt fyrsta barn, dótturina Ionu. Þau eignuðust svo soninn Iver árið 2017. 

mbl.is