Í uppnámi eftir að hárið fékk að fjúka

Hinn fimm ára gamli Reign var lengi með mjög sítt …
Hinn fimm ára gamli Reign var lengi með mjög sítt hár. Samsett mynd

Kardashian-systirin Kourtney Kardashian sagði á Instagram að það væri ekki í lagi með sig eftir að fimm ára gamall sonur hennar Reign fór í klippingu. Reign vakti mikla athygli fyrir sítt hár sitt en nú er hann með sumarlega klippingu eins og hver annar strákur á hans aldri. 

Raunveruleikaþáttastjarnan birti mynd af syni sínum með nánast ekkert hár á Instagram og lýsti því yfir að hún ætti erfitt með hárgreiðsluna. Hárið var í fléttu þegar það var klippt og sýndi stjarnan fléttuna á Instagram. Fléttan sýnir vel hversu sítt og mikið hár Reign hafði. 

Kourtney Kardashian birti mynd af fléttu sonar síns eftir klippingu.
Kourtney Kardashian birti mynd af fléttu sonar síns eftir klippingu. Skjáskot/Instagram

Kardashian hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að leyfa syninum að safna hári og eru eflaust einhverjir sem fagna nýju hárgreiðslunni meira en móðirin. 

Kourtney Kardashian.
Kourtney Kardashian. AFPView this post on Instagram

I am not ok.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Aug 4, 2020 at 5:00pm PDT

mbl.is