Var skíthrædd við móðurhlutverkið

Orlando Blooom og Katy Perry eiga von á barni.
Orlando Blooom og Katy Perry eiga von á barni. AFP

Söngkonan Katy Perry á von á dóttur með leikaranum Orlando Bloom á næstu vikum. Söngkonan segir í nýju viðtali við People að hún hafi ekki alltaf verið viss um hvort að móðurhlutverkið væri fyrir sig. 

„Ég var mjög hrædd við hugmyndina fyrir tveimur eða þremur árum síðan,“ sagði Katy Perry sem efaðist um að hún ætlaði einhvern tímann að eignast barn. „Það er klikkað. Ég get varla hugsað um sjálfa mig,“ hugsaði Perry. 

Eftir að Perry fór í viku langa meðferð vegna þunglyndis sem snerist um að vinna í neikvæðri hegðun úr barnæsku fann hún að eitthvað breyttist. 

„Það breytti lífi mínu og lífi Orlondos og lífi margra vina minna,“ sagði Perry. Eftir meðferðina lærði hún að skoða hvernig hún hugsaði um sjálfa sig, venjur sínar, mynstur og af hverju hún gerði sumt sem hún gerði. 

Perry sem á von á sér á næstu vikum er ekki lengur hrædd við að eignast barn en hún er mjög ánægð með að hafa klárað ákveðin atriði á tónlistarferli sínum og í einkalífinu áður en hún verður móðir. 

mbl.is