Dísella á von á þriðja barninu

Dísella Lárusdóttir.
Dísella Lárusdóttir.

Óperusöngkona Dísella Lárusdóttir á von á sínu þriðja barni með manni sínum, Braga Jónssyni, rekstrarstjóra leigumarkaðar Byko. 

Hún greindi frá þessu á facebooksíðu sinni en hún er komin 20 vikur á leið. 

Dísella hefur verið að gera það gott á tónlistarsviðinu en hún hefur sungið í virtustu tónlistarhúsum heims eins og Metropolitan-óperunni í New York. 

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni til hamingju með væntanlegan meðlim.

mbl.is