„Kom í heiminn eins og ofurhetja“

Guðrún með syni sínum nýfæddum.
Guðrún með syni sínum nýfæddum.

Guðrún Gunnarsdóttir varð mamma fyrir einu ári þegar hún eignaðist Sörla með eiginmanni sínum Einari Sörla Einarssyni. Hún segir þá tilfinningu að fá Sörla í fangið í fyrsta skiptið það besta sem hún hafi upplifað í lífinu. Nú er hann eins árs að aldri, kominn á hlaupahjól og kýs að vera berfættur. 

Hvernig gekk meðgangan?

„Meðgangan gekk vel og var ég orkumikil allan tímann. Ég ferðaðist til útlanda á viku 36 og var að mála hús daginn áður en ég fæddi son minn. Nóttina áður dreymir mig svo ömmu mína sem heitir Þóra sem stóð í skærgrænu grasi og sagði að nú mætti ég fara að heyja. Þá var ég gengin 41 viku og þrjá daga.“

Hvernig gekk fæðingin?

„Fæðingin tók 33 klukkustundir frá því ég var sett af stað en ég hafði misst vatnið án þess að vita af því kvöldið áður. Ég átti son minn á fæðingardeildinni en þar voru góðar ljósmæður. Ég ætlaði að fæða með aðstoð jógaöndunar í heitu baði en svo endaði það með mænurótardeyfingu og sogklukku. Sörli kom svo í heiminn með aðra höndina upprétta eins og „súperman“-ofurhetja sem horfir til stjarnanna.“

Guðrún Gunnarsdóttir í Frakklandi ófrísk af fyrsta barninu sínu.
Guðrún Gunnarsdóttir í Frakklandi ófrísk af fyrsta barninu sínu.

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart varðandi foreldrahlutverkið?

„Já, kannski helst hvað það er skemmtilegt. Ég er líka þakklát fyrir hvað hann er heilbrigður. Það er mikil blessun.“

Áttu nokkur góð mömmuráð?

„Ég trúi á ómegaolíuna PAO sem ég blanda í matinn hans og nóg af knúsi.“

Hvað gerir þú til að endurhlaða orkuna?

„Ég fer í laugarnar og vanalega erum við fjölskyldan saman þar. Vatnið er svo hreinsandi!“

mbl.is