Fagnar nýjum og breyttum líkama

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Ofurfyrirsætan Ashley Graham opnaði sig um móðurhlutverkið í viðtali við leikkonuna Kristen Bell á vef Elle. Graham eignaðist sitt fyrsta barn í janúar, soninn Isaac. Hún er hreinskilin hvað varðar fæðinguna og óhrædd við að sitja fyrir á myndatökum og sýna breyttan líkama sinn. 

Graham eignaðist barnið sitt heima og gefur í skyn að það hafi verið mjög sárt en segir konur ekki tala um það. 

„Allar mæður tala um að það hafi verið vont. Hvort sem þær fengu mænudeyfingu eða ekki eða keisaraskurð eða hvað sem gerðist þá segja þær: „Já, það var sárt.“ Og þær segja það rólega. Þær segja ekki hversu stjarnfræðilega vont það var að ganga í gegnum það, sérstaklega ef þú ákveður að gera það náttúrulega. Svo þannig er það,“ sagði Graham þegar hún var spurð hvort fæðingin hefði verið eins og hún bjóst við. 

Það jákvæða við fæðinguna segir Graham hafa verið að barnið kom í heiminn rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hún hefur því haft tíma til þess að vera heima hjá barninu og fylgjast með því vaxa og dafna. „Að upplifa hvert einasta augnablik með honum hefur verið eins og draumur sem varð að veruleika.“

Graham er fyrirsæta í svokallaðri yfirstærð og hefur alltaf verið óhrædd við að elska líkama sinn eins og hann er, það hefur ekki breyst eftir að hún eignaðist barn. 

„Þegar ég varð ólétt varð ég að enduruppgötva samband mitt við líkama minn með þessari manneskju sem var að taka yfir. Ég þyngdist mjög hratt. Svo að fá slitför á magann var bara: „Guð minn góður, ég trúi þessu ekki.“ Í fyrstu var það hræðilegt en svo hitti ég Isaac og sagði: „Nei, þetta er það sem allar konur hafa talað um. Þetta eru ekki bara stríðssár. Þetta hefur breytt lífi mínu að eilífu og ég ætla að fagna hinum nýja líkama mínum.“

View this post on Instagram

For ELLE’s August digital issue, @ashleygraham and her baby boy Isaac are captured lovingly by her husband @mrjustinervin. Graham opened up to her friend @kristenanniebell about her life as a new mom in quarantine; the “astronomical” pain of natural childbirth; and celebrating her postpartum body: “When I got pregnant, I had to reimagine my relationship with my body with this creature inside me taking over. I was gaining weight so rapidly. Then, to get stretch marks on my stomach, that to me was like, ‘Oh my gosh. I can’t believe this happened.’ At first it felt devastating, and then when I met Isaac, I said, ‘No, this is exactly what every woman has talked about for ages. This is not just a battle wound. This is something that has changed my life forever, and I’m going to celebrate my new body.’” Link in bio for the full interview. ELLE August 2020: Editor in Chief: @ninagarcia⁣ Talent: @ashleygraham⁣ Interviewed By: @kristenanniebell⁣ Photographer: @mrjustinervin⁣ Stylist: @alexwhiteedits

A post shared by ELLE Magazine (@elleusa) on Aug 3, 2020 at 9:47am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert