Þetta getur breytt uppeldinu svo um munar

Það skiptir máli hvernig er talað við börn.
Það skiptir máli hvernig er talað við börn. mbl.is/Colourbox
Það skiptir miklu máli hvernig talað er við börn. Jákvæðar og uppbyggilegar staðhæfingar sem börn fá að heyra daglega hafa mikil áhrif á sjálfsvirðingu þeirra. Hvernig við tölum við börnin okkar verður hluti af heimsmynd þeirra. 
Öll börn eiga skilið að vera elskuð fyrir hver þau eru en ekki einungis fyrir hvað þau gera. Það sem einkennir marga af þeim sem líður illa í veröldinni eru neikvæðar grunnhugmyndir um sjálfa sig og umhverfið.
Jákvæðar staðhæfingar sem búa til tengingu á milli foreldra og barna geta verið:
Ég hugsa til þín þótt við séum ekki saman. 
Heimurinn er betri af því þú ert hluti af honum. 
Ég ætla að gera mitt besta til að þú sért örugg/ur í lífinu. 
Stundum þarf ég að segja nei við þig. 
Ég trúi á þig. 
Ég veit að þú getur þetta. 
Fylgdu og treystu innsæi þínu. 
Þú ert listræn/n.
Þú getur gert það sem þig langar. 
Þú getur sagt nei. 
Ákvarðanir þínar skipta máli.
Þú skiptir máli. 
Það sem þú gerir skiptir máli. 
Þú ert meira en bara tilfinningarnar sem þú upplifir. 
Þú ert góð vinkona/vinur. 
Þú ert góð manneskja. 
Þér þarf ekki að líka það sem þessi er að gera en getur samt umgengist hann/hana af virðingu.  
Þú mátt biðja um aðstoð. 
Nú ertu að læra nýja hluti. 
Þú ert að vaxa og dafna og það er aldrei auðvelt. 
Það sem þú gerir og segir er áhugavert. 
Mér finnst þú vera að læra og gera nýja hluti daglega. 
Ég er forvitin að vita hvað þér finnst.
Þú átt þinn líkama.
Þú ræður þegar þinn líkami er annars vegar. 
Takk fyrir að hjálpa mér. 
Það er gaman að vera með þér. 
Þú færð mig til að brosa. 
Ég elska þig. 
mbl.is