Þrjár kynslóðir alveg eins

Skjáskot/Instagram

Leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow er stolt af konunum í fjölskyldu sinni og fékk bæði dóttur og móður til að sitja fyrir á myndum fyrir fatamerki fyrirtækis síns, Goop. 61 ár er á milli móður Paltrow og dóttur hennar. 

Ættarsvipurinn er sterkur en hin 16 ára gamla Apple Martin er nokkuð lík móður sinni, hinni 47 ára gömlu Gwyneth Paltrow, og móðurömmu, hinni 77 ára gömlu leikkonu Blythe Danner.

Fram kemur á instagramsíðu Goop að fötin passi öllum aldurshópum. Hvort sem það er fötunum að þakka eða góðum genum er nokkuð ljóst að konurnar líta vel út í fötunum. 

View this post on Instagram

🖤💗🤍

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Aug 9, 2020 at 8:43am PDTmbl.is