Annie Mist og Frederik eignuðust dóttur

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius.
Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir greindi frá því í dag að hún og kærasti hennar, crossfitkappinn Frederik Aeg­idius, hefðu eignast dóttur. Annie Mist og Frederik greindu frá því í febrúar að von væri á barni hinn 5. ágúst. 

„Velkomin í heiminn Stelpa Frederiksdóttir,“ skrifaði Annie Mist meðal annars þegar hún greindi frá því að dóttir hennar væri fædd. 

Mbl.is óskar foreldrunum til hamingju með frumburðinn. 

mbl.is