Bindi Irwin á von á barni

Hjónakornin eru spennt.
Hjónakornin eru spennt. Skjáskot/Instagram

Bindi Irwin á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Chandler Powell. Meðgangan er skammt á veg komin en þau vildu endilega deila tíðindunum með fylgjendum sínum sem fyrst til þess að geta leyft þeim að vera hluti af þessum sérstaka tíma í lífi þeirra.

Irwin sem er 22 ára er dóttir Steve Irwin, dýralífssjónvarpsstjörnunnar áströlsku sem lést af slysförum árið 2009.  

Irwin hefur fetað í fótspor föður síns og helgað líf sitt velferð dýra. Hún og eiginmaður hennar tilkynna tíðindin með því að birta mynd af sér á Instagram haldandi á litlum einkennisbúningi ástralska dýragarðsins. Þá gifti unga parið sig í fallegri athöfn í dýragarðinum í mars á þessu ári.View this post on Instagram

You will always be my superhero. ❤️

A post shared by Bindi Irwin (@bindisueirwin) on Jun 21, 2020 at 1:36pm PDT

mbl.is