Jolie reynir að tefja málaferlin

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt. AFP

Angelina Jolie hefur lagt fram beiðni um að fjarlægja dómara í skilnaðar- og forræðismálaferlum sínum við Brad Pitt. Hún heldur því fram að dómarinn eigi að víkja þar sem hann hafi ekki verið nægilega gagnsær um aðkomu sína að öðrum málum sem tengdust lögmanni Brad Pitts. 

Heimilidir herma að þetta séu leiðir til þess að tefja málaferlin. Jolie trúir því að hlutir séu ekki að falla henni í hag. Aðalágreiningsefnin snúi að forræði barnanna og beiðni hennar um aukið meðlag með börnunum.

„Jolie hefur fullan rétt á því að reyna að skipta um dómara. En hún myndi ekki gera það ef hún tryði því að málin væru að þróast henni í hag. Þetta er sígilt dæmi um það að reyna að vinna sér inn tíma með því að skipta út dómaranum.“

Málaferli Jolie og Pitt hafa staðið í fjögur ár. Þau voru saman í tólf ár og gift í tvö ár. Á síðasta ári fengu þau þó skilnað að því leyti að þau eru talin lagalega einhleyp en það á þó eftir að ganga frá úrlausnarefnum gagnvart börnum og fjármálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert