Fá ekki nægilegan stuðning við brjóstagjöf

Mæður þurfa stuðning þegar þær byrja að leggja börnin sín …
Mæður þurfa stuðning þegar þær byrja að leggja börnin sín á brjóst. mbl.is/Colourbox

Mæður í Bandaríkjunum eru ekki að fá þann stuðning sem þær þurfa við brjóstagjöf eftir fæðingu vegna kórónuveirunnar ef marka má nýlega umfjöllun í Vogue

„Fólk heldur að þegar kona fæði barn þá sé hún með hæfni sjálf til að leggja barnið á brjóst. En það er ekki sannleikurinn. Konur þurfa aðstoð og þær þurfa að fá fræðslu,“ segir Diane Spatz sem er yfir þessu sviði á barnaspítalanum í Fíladelphíu. 

60% kvenna í Bandaríkjunum lenda í áskorunum þegar kemur að brjóstagjöf og voru þær mælingar gerðar áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir Bandaríkin. Spatz segir að í dag fái konur ekki viðeigandi stuðning að þessu leiti. 

Utan spítalana er minna um umgang á milli mæðra eins og áður var. Mömmuhópar höfðu mikið að segja fyrir konur, sem vildu deila reynslu, styrk og von sín á milli. 

Heimasíður og vitjanir sérfræðinga í gegnum veraldavefinn hafa tekið að einhverju leiti við þessu, en mælingar í framtíðinni munu greina betur frá því hvaða áhrif faraldurinn mun hafa til lengri tíma á börn og mæður þeirra þegar kemur að brjóstagjöf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert