Fór í klippingu í fyrsta sinn níu ára

Töluverður munur er á Reilly Stancombe fyrir og eftir klippinguna.
Töluverður munur er á Reilly Stancombe fyrir og eftir klippinguna. Samsett mynd

Enskur drengur vakti athygli á dögunum þegar hann fór í klippingu í fyrsta sinn. Hinn níu ára gamli Reilly Stancombe var búinn að safna hári lengi þegar hann fór loksins í klippingu en lokkarnir munu nýtast við hárkollugerð. 

Stancombe byrjaði að safna hári til að líkast fótboltamanninum Gareth Bale. Það breyttist þó og var hans helsta hvatning til þess að safna hári börn með krabbamein. Stancombe hefur þurft að vera á spítala og horft þar á börn með krabbamein sem misst hafa hár sitt. Hann ákvað að gefa hár sitt í hárkollugerð auk þess sem hann safnaði peningum til þess að búa til hárkollur.  

Í fyrstu var Stancombe hræddur við að láta klippa hár sitt. Þó svo að drengurinn sé nær óþekkjanlegur eftir klippinguna hafði hann ekkert að óttast auk þess sem hann getur glaðst yfir góðverkinu sem hann gerði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert