4 ára í stífpressuðum skólabúningi

Kit Rooney er tilbúinn í skólann.
Kit Rooney er tilbúinn í skólann. Skjáskot/Instagram

Skólarnir fara að byrja aftur og er fótboltafrúin Coleen Rooney að gera syni sína klára fyrir nýtt skólaár. Frú Rooney vonar að börn á Englandi fái að mæta í skólann og sýndi það með því að birta mynd af næstyngsta syni sínum og fótboltakappans Wayne Rooney í skólabúningi. 

„Búningamátun,“ skrifaði Coleen Rooney og deildi nokkrum myndum af fjögurra ára syninum í afar formlegum skólabúningi. 

Skólabúningar í fínum skólum á Englandi eru ekkert á við það sem íslensk börn eiga að venjast. Á myndunum sem Frú Rooney birti af hinum fjögurra ára gamla Kit má sjá hann í uppháum sokkum, fínum hnébuxum, í skyrtu og með bindi, í peysu með v-hálsmáli, jakkafatajakka og með derhúfu. 

Hvort þessi fatnaður er þægilegur fyrir fjögurra ára börn skal ekki sagt en það verður líklega gott fyrir börnin að komast í skólann aftur. 

Coleen og fótboltakappinn Wayne Rooney eiga saman fjögur börn. Elstur er sonurinn Kai sem er tíu ára, Klay er sjö ára, Kit fjögurra ára og yngstur er sonurinn Cass sem er aðeins tveggja ára. 

View this post on Instagram

Uniform try on 🏫🤣❤️

A post shared by Coleen Rooney (@coleen_rooney) on Aug 21, 2020 at 2:25am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert