Elísabet Margeirs fann ástina og á von á barni

Elísabet Margeirsdóttir hlaupadrottning á von á barni.
Elísabet Margeirsdóttir hlaupadrottning á von á barni. mbl.is/Eggert

Hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir og kærasti hennar, Páll Ólafsson, eiga von á barni. Elísabet greinir frá því á facebooksíðu sinni að þau hafi hist í fyrsta skipti fyrir ári og farið á stefnumót. Veiran hafi fært þau nær hvort öðru sem nú hefur borið ávöxt sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. 

„Þá var hann að klára klifurferð og ég á leiðinni í Ultra trail du Mt. Blanc. Við höfum verið nánast óaðskiljanleg síðan þá. Sameiginlegur áhugi á fjallabrölti og samkomubann færði okkur hratt upp á næstu stig 😅

Það er ótrúlega gaman að segja frá því að við eigum von á litlu ævintýrakríli í febrúar🏃‍♀️🏃. Við gætum ekki verið spenntari fyrir þessu stóra verkefni og hlökkum mikið til,“ segir Elísabet á Facebook. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með óléttuna. 

mbl.is