Roberts og Hedlund eiga von á syni saman

Garrett Hedlund og Emma Roberts eiga von á syni saman.
Garrett Hedlund og Emma Roberts eiga von á syni saman. mbl.is/skjáskot Instagram

Leik­kon­an Emma Roberts og kær­asti henn­ar Garrett Hed­l­und eiga von á sínu fyrsta barni sam­an. Parið sást fyrst sam­an í mars 2019 og hef­ur því aðeins verið í sam­bandi í rúmt ár.

Roberts staðfestir að barnið sem þau eiga von á sé drengur. Hún flutti fréttina á Instagram þar sem hún birti fallega ljósmynd af sér og Hedlund þar sem hún er klædd í hvítan kjól. 

Leikkonan Julia Roberts skrifar undir færsluna að hún elski hana, en þess má geta að þær eru í sömu fjölskyldu og virðast vera góðar vinkonur. 

Hed­l­und var áður í sam­bandi með leik­kon­unni Kir­sten Dunst frá 2011 til 2016. Roberts var áður með leikaranum Evan Peters. Þau skildu að skiptum árið 2019. 

View this post on Instagram

Me...and my two favorite guys 💙💙

A post shared by Emma Roberts (@emmaroberts) on Aug 30, 2020 at 8:44pm PDT

mbl.is