Leikkonan Emma Roberts og kærasti hennar Garrett Hedlund eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sást fyrst saman í mars 2019 og hefur því aðeins verið í sambandi í rúmt ár.
Roberts staðfestir að barnið sem þau eiga von á sé drengur. Hún flutti fréttina á Instagram þar sem hún birti fallega ljósmynd af sér og Hedlund þar sem hún er klædd í hvítan kjól.
Leikkonan Julia Roberts skrifar undir færsluna að hún elski hana, en þess má geta að þær eru í sömu fjölskyldu og virðast vera góðar vinkonur.
Hedlund var áður í sambandi með leikkonunni Kirsten Dunst frá 2011 til 2016. Roberts var áður með leikaranum Evan Peters. Þau skildu að skiptum árið 2019.