Foreldrarnir skikkuðu hana í megrun

Honey Ross berst fyrir vitundarvakningu.
Honey Ross berst fyrir vitundarvakningu. Skjáskot/Instagram

Honey Ross er dóttir bresku sjónvarpsstjörnunnar Jonathans Ross og handritshöfundarins Jane Goldman. Hún hefur alla tíð átt erfitt með þyngdina en hefur á síðustu árum snúið vörn í sókn og vakið athygli á fituskömm í samfélaginu og krefst þess að fólk fagni fjölbreyttum líkömum. 

Honey Ross varar við því að foreldrar setji börn sín á megrunarkúra. Sjálf hafi hún slæma reynslu af því en foreldrar hennar settu hana á ýmsa óholla kúra á unglingsárunum sem gerðu henni ekki gott.

„Frá unga aldri leið mér eins og ég hefði enga stjórn á sjálfsmynd minni,“ segir Ross í viðtali við spjallþáttinn Loose Women.

„Þá uppgötvaði ég Instagram og sá að ég gat tjáð mig og sýnt fólki hver ég var í raun og veru. Þetta var mín leið til þess að kynnast sjálfri mér betur.

Ég á foreldra sem ólust upp í sama umhverfi og við öll. Þau sáu mig koma heim úr skólanum og ég sagðist hata líkama minn. Þau reyndu að leysa vandamál mín og héldu að lausnin væri að ég léttist. Þau settu mig á hina og þessa megrunarkúra en við vitum öll að þeir virka ekki og eru í raun algjört eitur. Ég ráðlegg því foreldrum að halda öllum megrunarkúrum víðs fjarri börnum. Þú vilt að þau eigi heilbrigt samband við mat og líkama sinn. Ekki ala upp í þeim skömm,“ segir Ross.

„Ókunnugir töluðu niður til mín á netinu frá því ég var 13 ára gömul. Mér var sagt að það besta sem hægt væri að gera væri að þegja, fara í megrun og hata sjálfa sig. Ég gerði það. Ég gerði það mjög vel og það gekk næstum af mér dauðri. Jafnvel þegar ég komst í þyngd sem var félagslega viðurkennd hataði ég mig samt. Þá áttaði ég mig á því að þetta snýst ekkert um hvernig maður lítur út. Það skiptir engu máli hvernig maður lítur út ef maður tengir ekki við það að innanverðu. Eina leiðin fram á við er að vera góður við sjálfan sig. Elska líkamann og hugann,“ segir Ross. 

View this post on Instagram

Cupid but she thicc 👼🏼 Wearing all @curvykate

A post shared by Honey Ross (@honeykinny) on Jan 30, 2020 at 1:32pm PST

Breska sjónvarpsstjarnan Jonathan Ross ásamt fjölskyldu sinni.
Breska sjónvarpsstjarnan Jonathan Ross ásamt fjölskyldu sinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert