Prinsinn fékk veglegar fermingargjafir

Sverrir Magnús er hér fyrir miðju. Hann fermdist 5. september.
Sverrir Magnús er hér fyrir miðju. Hann fermdist 5. september. AFP

Norski prinsinn Sverrir Magnús fermdist á laugardaginn. Sverrir Magnús er yngsta barn Hákons krónprins og Mette-Marit og þriðji í erfðaröðinni að norsku krúnunni. Prinsinn fékk meðal annars gjafir frá opinberum aðilum í Noregi. 

Sverrir Magnús fermdist í Askerkirkju í Noregi ásamt níu öðrum. Í ljósi aðstæðna fermdust unglingarnir í smærri hópum en vanalega. Hvert fermingarbarn mátti bjóða 16 gestum í athöfnina. Eftir athöfnina fagnaði fjölskyldan á heimili sínu í Skaugum í Asker sem er rétt fyrir utan Ósló. 

Sverrir Magnús verður 15 ára í lok árs.
Sverrir Magnús verður 15 ára í lok árs. AFP

Sverrir Magnús fékk gjafir þegar hann gekk í fullorðinna manna tölu líkt og aðrir unglingar. Hann fékk meðal annars gjafir frá opinberum aðilum í Noregi. Frá norska Stórþinginu fékk Sverrir Magnús kanó, árar og vesti. Hann fékk listaverk eftir Morten Andenæs frá ríkisstjórninni og listaverk eftir Magne Furuholmen frá sveitarfélaginu Asker. Hæstiréttur gaf prinsinum brimbretti og bók um hæstarétt. Frá norsku kirkjunni fékk hann biblíuna sem var endurþýdd árið 2011. Frá öllum sveitarstjórum í Noregi fékk prinsinn svefnpoka og útilegudýnu. Óslóarborg gaf honum ævisögu málarans Edvards Munchs eftir Steffen Kverneland.

Sverrir Magnús fæddist í desember árið 2005 og er þriðji í erfðaröðinni á eftir föður sínum, Hákoni krónprins, og systur sinni, Ingiríði Alexöndru. 

View this post on Instagram

I dag ble Prins Sverre Magnus konfirmert i Asker kirke. Prinsen har fulgt konfirmasjonsundervisningen i Asker menighet, og ble konfirmert sammen med ni andre ungdommer fra menigheten. Alle konfirmantene kunne velge seg seksten gjester til seremonien, og både Kongeparet, Kronprinsparet, Prinsesse Ingrid Alexandra og Prinsesse Märtha Louise var til stede i kirken. Sogneprest Karoline Astrup, kapellan Marita Elvemo Sivertsen og menighetspedagog Liv-Iren Westnes ledet gudstjenesten. I kveld markerer Kronprinsfamilien begivenheten med en privat middag på Skaugum. Foto: Stian Lysberg Solum, Lise Åserud og Vidar Ruud / NTB scanpix #kongefamilien #prinssverremagnus #konfirmasjon #askerkirke

A post shared by Det Norske Kongehuset (@detnorskekongehus) on Sep 5, 2020 at 8:43am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert