Hlakkar til að fara í ræktina

Brie Bella hlakkar til að fara í ræktina í fyrsta …
Brie Bella hlakkar til að fara í ræktina í fyrsta skipti eftir barnsfæðinguna.

Fyrrverandi atvinnuglímukonan Brie Bella hlakkar mikið til að komast aftur í ræktina eftir að hún eignaðist sitt annað barn með eiginmanni sínum Daniel Bry­an. Sonur Bella er fimm vikna gamall og stefnir hún á að fara í ræktina þegar sex vikur verða liðnar frá fæðingunni. 

„Mig hefur svo langað til að fara í ræktina, það er að drepa mig,“ sagði Bella á Instagram í vikunni.

Bella greindi einnig frá því að hún hefði lést töluvert frá því ún átti og væri aðeins fimm kílóum frá þeirri þyngd sem hún var áður en hún varð ólétt. 

Bella eignaðist soninn 1. ágúst síðastliðinn en tvíburasystir hennar Nikki Bella eignaðist lítinn dreng 31. júlí og því aðeins sólarhringur á milli frændanna.

mbl.is