Sýnir líkamann fyrir og eftir fæðingu

Hilaria Baldwin birti samsetta mynd af sér fyrir og eftir …
Hilaria Baldwin birti samsetta mynd af sér fyrir og eftir fæðinguna. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, eignuðust sitt fimmta barn saman á dögunum. Eftir fæðinguna deildi frú Baldwin mynd af líkama sínum eins og hann var stuttu eftir fæðinguna. 

Fimm barna móðirin tók speglasjálfu af sér rétt áður en hún fór á spítalann og rétt áður en hún fór heim af spítalanum. 

„Einum og hálfum degi ... og einu barni seinna. Á leiðinni á spítalann og að fara heim af spítalanum. Takk líkami fyrir allt sem þú hefur gert og allt sem þú átt eftir að gera,“ skrifaði frú Baldwin meðal annars og þakaði fyrir að hafa gengið með son sinn og komið honum í heiminn. Hún segist einnig þakklát fyrir að verða aftur hún sjálf hægt og rólega. 

mbl.is