Ýtir undir óléttuorðróm með mynd

Aðdáendur Khloe Kardashian eru sannfærðir um að hún sé ólétt …
Aðdáendur Khloe Kardashian eru sannfærðir um að hún sé ólétt að öðru barni sínu. mbl.is/AFP

Khloé Kardashian hefur gefið óléttuorðrómi byr undir báða vængi með nýjustu myndbirtingu sinni á Instagram. Þar sést hún njóta sólarlags, dreymin á svip í víðri mussu. Fylgjendur raunveruleikastjörnurnar eru sannfærðir um að hún sé ólétt og óska henni til hamingju í athugasemdakerfinu. 

Kardashian er nýtekin saman við fyrrverandi kærasta sinn og barnsföður Tristan Thompson. Hún hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á að eignast fleiri börn en tíminn verður að leiða í ljós hvort eitthvað sé til í getgátum aðdáenda Kardashian.

View this post on Instagram

Happy Labor Day

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Sep 7, 2020 at 4:22pm PDT

mbl.is