Nefndi frumburð sinn eftir Giönnu Bryant

Foreldrarnir með Elisabet Giönnu Gasol.
Foreldrarnir með Elisabet Giönnu Gasol. Skjáskot/Instagram

Spænski körfuboltamaðurinn Pau Gasol og eiginkona hans Catherine McDonnell eignuðust sitt fyrsta barn nú á dögunum. Litla stúlkan fékk nafnið Elisabet Gianna Gasol og heitir eftir Giönnu Bryant, dóttur körfuboltamannsins Kobes Bryants. 

Bryant-feðginin létust bæði í hræðilegu þyrluslysi lok janúar síðastliðins. Gasol og Bryant spiluðu saman í Los Anegeles Lakers. 

„Elisabet Gianna Gasol, þýðingarmikið nafn fyrir hina ofurfallegu dóttur okkar,“ skrifaði Gasol við instagrammynd sína.

Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu saman með Los Angeles …
Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu saman með Los Angeles Lakers. AFP
mbl.is