Uppáhaldshjónin eignuðust son

Hjónin Leighton Meester og Adam Brody eiga nú tvö börn.
Hjónin Leighton Meester og Adam Brody eiga nú tvö börn. Samsett mynd

Gossip Girl-stjarnan Leighton Meester og O.C.-leikarinn Adam Brody eignuðust sitt annað barn á dögunum. Hjónin eru í miklu uppáhaldi hjá eilífðarunglingum sem elska unglingasápur. Brody greindi frá komu barnsins á leikjakvöldi í lifandi streymi um helgina. 

„Ég á strák og hann er draumur. Hann er algjör draumastrákur,“ sagði Brody meðal annars. 

Meester og Brody eiga það sameiginlegt að hafa leikið í afar vinsælum unglingaþáttum. Þau gengu í hjónaband árið 2014 og eignuðust dótturina Arlo Day í ágúst árið 2015. Meester sást í Los Angeles með óléttukúlu í mars og er barnið nú komið í heiminn. 

 

mbl.is