Eignaðist sjötta barnið með fjórðu konunni

Jude Law eignaðist sitt sjötta barn í sumar.
Jude Law eignaðist sitt sjötta barn í sumar. AFP

Breski leikarinn Jude Law greindi frá því í þætti Jimmys Fallons á mánudaginn að hann hefði eignast barn. Barnið eignaðist hann með eiginkonu sinni, sál­fræðingn­um Phillipu Coan. Er þetta sjötta barn Laws en fyrsta barnið sem hann eignast með Coan. 

Eftir að Law taldi upp allt sem hann hefði gert heima hjá sér meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð sagðist hann reyndar hafa eignast barn. 

„Ég eignaðist barn,“ sagði Law. Leikarinn sagðist hafa verið heppinn að því leytinu til að hann gat verið heima hjá litla barninu sínu. 

Coan og Law gengu í hjónaband í fyrra. Law var áður kvænt­ur leik­kon­unni Sa­die Frost en þau skildu árið 2003. Þau eiga sam­an þrjú börn. Leik­ar­inn á einnig hina tíu ára gömlu Sophiu með fyr­ir­sæt­unni Samönt­hu Burke og Adu fimm ára með tón­list­ar­kon­unni Cat­her­ine Har­ding. 

mbl.is