Færir fermingarveislur í nútímalegra horf

Áslaug segir að fermingarbörn séu skemmtileg að vinna með.
Áslaug segir að fermingarbörn séu skemmtileg að vinna með. mbl.is/Aðsend

Áslaug Snorradóttir matarævintýrakona er snillingur í að gera veislur og aðra viðburði eftirminnilega. Fermingarveislur eru engar undantekningar á því. Hún segir frábært að vinna með fermingarbörnum, enda séu þau skapandi og skemmtilegt fólk.

Áslaug segir að hún vakni í mesta fjörið að gera veislur á sama tíma og náttúran.

„Þegar náttúran vaknar og þangað til hún kveður, þá get ég tínt alls konar góðgæti fyrir auga, munn og maga. En langmesta uppáhaldið mitt er að vinna með náttúrunni.

Þá set ég mat á greinar. Bý til blómavatn, kerfilpestó og lengi mætti áfram telja.

Allra mesta skemmtunin mín er að heimsækja Mosskóga og leika mér að fegurðinni þar. En Nonni staðarhaldari og ræktandi er ómissandi í veisluhöldunum mínum.“

Fermingarveisla þar sem Áslaug sá um útfærslu veitinga.
Fermingarveisla þar sem Áslaug sá um útfærslu veitinga.

Sameinar alls konar listgreinar

Áslaug er ekki einvörðungu þekkt fyrir listræna matargerð, ljósmyndir hennar hafa einnig vakið athygli víða. Hún sameinar allskonar listform í störfum sínum og segir það skemmtilegast í heimi.

„Fegurð, innlifun og gleðileg ást sameinar allar listgreinar í fullkomna hamingju, það sem lífið snýst í raun og veru um. Við ættum öll að borða meiri ást!“

Bleikar prinsessukökur úr Ikea eru sniðugar í veislur.
Bleikar prinsessukökur úr Ikea eru sniðugar í veislur.

Áslaug elskar að poppa upp veislur.

„Í raun snýst þetta allt um fólkið sem leitar til mín. Þannig að saman vinnum við að því að gera ógleymanlega stund, fullkomna fegurð í samvinnu.

Ég er mikið fyrir frjálst flæði, fegurð, vellíðan og gleði. Ég er eins með mikinn áhuga á að poppa upp gömlu fermingarhefðina. Þá er brauðtertan í einstaklingsformi með Miðjarðarhafstvisti ásamt sætmetinu. Smáskammtastíll er alltaf skemmtilegur.“

Áslaug segir mikilvægt að gera fermingarveislur í góðri samvinnu við fermingarbarnið.

„Það er alltaf gott að byrja á staðsetningu og prjóna út frá því. Það er algjört uppáhald að finna taktinn með fermingarbarni, krakkar eru svo sniðugir og frjóir í hugsun.“

Matur getur verið eins og listaverk á veisluborðinu.
Matur getur verið eins og listaverk á veisluborðinu. mbl.is

Gott að vinna með slökum foreldrum

Þegar kemur að minnisstæðum veislum frá því í fyrra segir Áslaug allar veislur sem hún hafi komið að einstakar.

„Mig langar að nefna ógleymanlega fermingaveislu hjá Ernu Maríu í Garðabæ. Foreldrarnir voru slakir sem er mikil gæfa. Mig langar þó að leggja áherslu á að allar veislur eru einstakar. Mitt markmið er alltaf að búa til efsta stigs fegurð og fjör sem hægt er að útfæra án mikils tilkostnaðar.

Áslaug er góð í að gera veislur sem eru í …
Áslaug er góð í að gera veislur sem eru í anda fermingabarnsins en einnig góðar fyrir gestina líka. mbl.is

Ég hannaði þrjár veislur í fyrra; í heimahúsum og sal. Þær voru allar standandi með möguleika að tylla sér. Það er allur gangur á veitingunum, oft taka vinir þátt í að útfæra góðgæti en rest kemur frá Veislumiðstöðinni, þeir eru frábærir að útfæra óskir. Alls konar þema verða fyrir valinu en það er áhugaverðast fyrir mig að vinna með fjölbreytni í fermingum.“

Hvernig kemur þú að þessum veislum?

„Ég teikna alltaf upp handrit með öllum stórum og smáum atriðum. Síðan vinn ég náið með Kristínu Björgvinsdóttur sem er mín stoð og stytta þar sem fjörið er að mestu í röðun og uppsetningu.“

Það skiptir ekki síður máli að bera kræsingarnar fram í …
Það skiptir ekki síður máli að bera kræsingarnar fram í fallegum ílátum.

Fermingarfólk er skemmtilegt

Áttu góða einfalda uppskrift sem þú getur deilt með lesendum?

„Kaupa 20 box af prinsessutertum í Ikea og raða upp í strýtu, eða 100 kókosbollur og raða þeim upp.“

Áslaug segir að athygli hennar sé alltaf á að ná fram flæðandi gleði gesta og að boðið sé upp á góðar veitingar. Feimni hefur aldrei háð mér og þeir sem sækja í mínar smiðjur hafa vanalega styrk í það sem koma skal. Mér finnst svo frábært að fara í hugarflug og nútímavæða ferminguna. Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi taka að mér að plana fermingar.

Ómótstæðilegt súkkulaði í fermingarveislu sem Áslaug útbjó.
Ómótstæðilegt súkkulaði í fermingarveislu sem Áslaug útbjó.

Í sirka 10 ár hef ég gert skemmtilega öðruvísi veislur. Það hefur verið fjölbreytt og frábært enda elska ég fermingarfólk og finnst mjög gott að vinna með því.“

Girnilegir kjötréttir falla alltaf í kramið.
Girnilegir kjötréttir falla alltaf í kramið.
Gylltur þemalitur nýtur sín í fallegri fermingu.
Gylltur þemalitur nýtur sín í fallegri fermingu.
Súkkulaði í bland við grænt skraut er alltaf fallegt.
Súkkulaði í bland við grænt skraut er alltaf fallegt.
Fallegur brauðréttur útfærður eftir hugmyndum Áslaugar.
Fallegur brauðréttur útfærður eftir hugmyndum Áslaugar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert