Sjöunda barnið á leiðinni eftir 18 ára hjónaband

Barnalánið leikur við Taylor Hanson og
Barnalánið leikur við Taylor Hanson og Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Taylor Hanson úr Hanson-bræðrabandinu á von á sínu sjöunda barni með eiginkonu sinni, Natalie Anne Bryant. Það sem meira er, hann hefur eignast öll börnin með sömu konunni en það er ekki alltaf raunin þegar frægðin er annars vegar. 

Hanson greindi frá því á Instagram að von væri á sjöunda barninu í desember. Gaf hann einnig í skyn að barnið væri óvænt ánægja. 

Hanson og Bryant fögnuðu 18 ára brúðkaupsafmæli í sumar en þau voru aðeins 19 og 18 ára þegar þau gengu í hjónaband. Seinna sama ár kom fyrsta barn þeirra í heiminn en sjötta barnið fæddist árið 2018.

Tayl­or var 14 ára þegar hann og bræður hans Isaac, sem var 16 ára, og Zac, 11 ára, urðu upp­á­hald allra smá­stelpna þegar lagið MMM­Bop náði topp­sæti vin­sældal­ista í 27 löndum. Bræðurnir toppuðu snemma en lagið er þó klassík. 

View this post on Instagram

The best kind of unexpected. Number seven coming this December. #2020

A post shared by @ taylorhanson on Sep 15, 2020 at 9:13am PDTmbl.is