Sefur í gestaherberginu eftir fæðingu sonarins

Bryan Danielson og Brie Bella.
Bryan Danielson og Brie Bella.

Hnefaleikakappinn Bryan Danielson, eiginmaður fyrrverandi hnefaleikakonunnar Brie Bella, hefur að mestu leyti hugsað um þriggja ára dóttur þeirra Birdie eftir að þau eignuðust soninn Buddy í lok sumar. Hann sefur nú í gestaherberginu og kennir henni heima. 

„Kórónuveiran hefur verið mjög stór breyting fyrir hana, að fara ekki í skólann og á námskeið. Og síðan eignast Artem og Nikki barn og þá missti hún þá athygli og svo eignuðumst við líka barn. Jafnvel þótt hún dýrki Buddy, þá er það erfitt að vera með alla athyglina og missa hana svo,“ sagði Bella í hlaðvarpi þeirra systra, The Total Bellas Podcast.

Þau passa vel upp á að hún fái alla athyglina sem hún þarf frá pabba sínum. „Það hefur verið æðslegt því ég hef getað veitt Buddy alla mína athygli. Ég auðvitað á mínar stundir með Birdie í gegnum daginn og gef henni alla mína athygli þá, en þetta hefur virkilega hjálpað mér að vera ekki stressuð yfir þessu,“ sagði Bella. 

mbl.is