Skelfingu lostin að verða ólétt 22 ára

Reese Witherspoon varð skelfingu lostin að vera orðin ólétt 22 …
Reese Witherspoon varð skelfingu lostin að vera orðin ólétt 22 ára gömul. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon segir að hún hafi orðið skelfingu lostin þegar hún komst að því að hún ætti von á frumburði sínum aðeins 22 ára gömul. 

Witherspoon eignaðist dóttur sína Övu með þáverandi eiginmanni sínum Ryan Phillippe árið 1999. Á þeim tíma var hún ekki búin að koma sér jafn vel fyrir í Hollywood og hún hefur gert núna. 

„Ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna jafnvægi á milli vinnunnar og móðurhlutverksins. Maður gerir það bara. Ég var eins og allir aðrir foreldrar að reyna að finna það út. Maður þarf að miðla málum mjög oft. Allar fórnir voru þess virði,“ sagði Witherspoon í viðtali við Drew Barrymore í nýjum spjallþáttum Barrymore. 

„Ég var búin að leika í kvikmyndum en ég var ekki orðin neitt nafn sem gat krafist þess að tökurnar yrðu nálægt skóla dóttur minnar. Ég hafi engin völd í iðnaðinum,“ sagði Witherspoon. 

Witherspoon og Phillippe eignuðust soninn Deacon fjórum árum seinna og skildu fimm árum eftir það. Witherspoon eignaðist svo yngsta son sinn, Tennessee, með eiginmanni sínum Jim Toth.

mbl.is