Kristbjörgu finnst 38 vikna meðganga nóg

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu …
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu þriðja barni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu þriðja barni á næstunni. Kristbjörg er gengin rúmlega 38 vikur og vill að barnið komi í heiminn sem fyrst. 

Kristbjörg greindi fylgjendum sínum á Instagram frá því í gær að sér liði vel fyrir utan það að það væri eins og húðin á maganum væri að slitna í sundur. Hún hefur einnig lítinn tíma til að hvíla sig þar sem hún á tvö önnur börn. 

Hún greindi þó frá því að hún ætti tíma bókaðan í belgjalosun í dag. Þrátt fyrir að það hafi ekki virkað þegar hún eignaðist strákana tvo ætlar hún að reyna það. Hún segist hafa átt samræður um af hverju hún væri að flýta fyrir komu barnsins og útskýrði ástæðurnar vel í færslu sinni. 

„Í fyrsta lagi finnst mér 38 vikur alveg nóg,“ skrifaði Kristbjörg. „Barnið er í rauninni tilbúið og það eina sem á eftir að gerast er að barnið stækkar og maginn fylgir og allt verður erfiðara, jafnvel góður svefn,“ skrifaði Kristbjörg og tók fram að þetta væri bara sín skoðun.

„Í öðru lagi er Aron að fara í vinnuferð þremur dögum eftir settan dag svo það væri mun betra ef ég fengi aðeins lengri tíma til þess að jafna mig eftir fæðinguna áður en hann þarf að fara þar sem við getum ekki fengið fjölskylduna hingað.“

Kristbjörg og Aron búa í Katar þar sem Aron spilar knattspyrnu fyrir Al-Arabi. Þau vita ekki kynið á þriðja barni sínu en Kristbjörg vonar að Aronsson eða Aronsdóttir komi í heiminn fljótlega. 

View this post on Instagram

👶🏼38+ weeks👶🏼 Feeling good still except for my skin on my belly is literally about tearing apart, its starting to feel really uncomfortable 😩 also, there is no chance of “resting” when you have two other kids 😅 _ Anyway, booked in tomorrow to have the first sweep (don’t know how to spell it, but trying to get something started) it never worked with my other two boys so I don’t really have high hopes🙈 but at least we are going to try that. _ Now many would probably say “why rushing it, baby’s come when they are ready?” (have had this conversation a few times now) ... _ First of all I think 38 weeks is just enough😅 the baby’s are basically ready and the only thing happening after that is the baby gets bigger and of course the belly follows and everything gets harder, not even sleeping comfortably 🤦🏼‍♀️ but thats just my opinion.. and second of all, Aron is leaving for work 3 days after my due date so it would be a lot better if I had the time to recover after giving birth for a bit longer before he has to go since we are not able to have family coming over😕 _ Fingers crossed it’ll work🙌🏼 maybe baby Aronsson or Aronsdottir will be here soon, we’ll see😉

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on Sep 20, 2020 at 9:19am PDT

mbl.is