3 ára sonardóttirin fékk kórónuveiruna

Barnabarn Ozzy og Sharon Osbourne er með kórónuveiruna.
Barnabarn Ozzy og Sharon Osbourne er með kórónuveiruna. AFP

Þriggja ára barnabarn rokkarans Ozzy Osbourne og eiginkonu hans, Sharon Osbourne, greindist með kórónuveiruna nýlega. Sharon Osbourne greindi frá þessu úr sóttkví en hún átti að vera í sjónvarpsútsendingu þar sem hún er einn af stjórnendum spjallþáttarins The Talk. 

„Ég átti að vera í myndverinu, ég hlakkaði svo mikið til þess,“ sagði hin 67 ára gamla Sharon. „En því miður smitaðist ein af ömmudætrum mínum af kórónuveirunni.“

Sú sem smitaðist heitir Minnie og dóttir Jacks Osbourne. Sharon Osbourne greindi frá því að barnabarn hennar hefði smitast af einhverjum sem vinnur fyrir son hennar. 

„Það er í lagi með hana, henni líður vel,“ sagði frú Osbourne um líðan sonardóttur sinnar. „Ég er ekki smituð. Pabbi hennar er ekki smitaður. Mamma hennar er ekki smituð. Systur hennar ekki heldur.“ 

Það er talað um að fullorðnir einstaklingar smitist frekar en Sharon Osbourne segir að smit Minnie sýni að börn geta líka fengið kórónuveiruna. 
mbl.is