Óhrædd að sýna bleyjuna eftir fæðingu

Raunveruleikaþáttastjarnan Mina Starsiak Hawk sýnir ekki bara glansmynd af nýbakaðri …
Raunveruleikaþáttastjarnan Mina Starsiak Hawk sýnir ekki bara glansmynd af nýbakaðri móður á Instagram. Skjáskot/Instagram

Bandaríska raunveruleikaþáttastjarnan Mina Starsiak Hawk eignaðist sitt annað barn á dögunum með eiginmanni sínum. Starsiak Hawk sýnir ekki bara glansmynd á samfélagsmiðlum eins og margir áhrifavaldar og birti myndir af sér í bleyju nokkrum dögum eftir fæðingu. 

Starsiak birti myndir af sér á Instagram sem hún sagði vera teknar sex dögum eftir fæðingu en hún fór í keisaraskurð. Á fyrstu myndinni var hún búin að stilla sér upp og draga inn magann en hinar myndirnar voru nær raunveruleikanum. 

„Þú verður að vera í bleyju eftir fæðingu af því að ýmislegt kemur bara út. Það þýðir ekkert að draga úr hlutunum eftir fæðingu,“ skrifaði stjarnan. „Svo næst þegar þú óskar þess að þú litir svona út, klæddir þig hinsegin eða værir með ALLT á hreinu eins og svo margir áhrifavaldar sem við fylgjum, mundu bara... þú færð bara að sjá það sem þau vilja að þú sjáir en oftast ekki alla söguna. “

View this post on Instagram

6 day postpartum!!!! ::::::::::: Now SWIPE RIGHT...for also...6 days PP. Just food for thought. Both are ME obviously, the first is just posed and sucked in.... suuuuper unpleasant post c section fyi. The rest are me, at rest.... in my diaper, bc yes, you have to wear a diaper after giving birth bc things just come out. There’s no room for modesty after childbirth. 😂 ::::::::: So next time you wish you looked like this or dressed like that, or had it ALL together like so many of the influencers we follow, just remember.... you’re only being shown what they want you to see; part of them for sure, but usually not the whole story. So be kind to yourselves and to those you might be quick to judge based solely on social media. ::::::::: My Monday soap box moment 😂 Hope it helps at least a couple of you feel good this Monday!!!

A post shared by Mina Starsiak Hawk (@mina_starsiak_hawk) on Sep 21, 2020 at 11:37am PDT

mbl.is