Ofurparið eignaðist dóttur

Zayn Malik og Gigi Hadid eru foreldrar.
Zayn Malik og Gigi Hadid eru foreldrar. AFP

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid og tónlistarmaðurinn Zayn Malik eignuðust dóttur um helgina. Nýbökuðu foreldrarnir greindu frá komu stúlkunnar á samfélagsmiðlum og sögðu hana fallega og heilbrigða. 

Hadid staðfesti í spjallþætti Jimmy Fallon í apríl að þau ættu von á erfingja. Aðdáendur þeirra hafa beðið spenntir eftir tilkynningunni enda Hadid ein eftirsóttasta fyrirsæta heims og Malik var í strákabandinu vinsæla One Direction. Parið byrjaði fyrst saman árið 2015 en hafa verið dugleg að byrja saman og hætta saman síðan þá. Þau endurnýjuðu síðast kynni sín í lok síðasta árs og nú eiga þau barn saman. 

„Stúlkubarnið okkar er hér, heilbrigt og fallegt,“ skrifaði Malik á Twitter. „Það er ómögulegt verkefni að reyna orða það hvernig mér líður akkúrat núna. Ástin sem ég ber til þessarar litlu manneskju er ofar mínum skilningi. Þakklátur fyrir að kynnast henni, stoltur að kalla hana mína og þakklátur fyrir lífið sem við eigum saman.“

Með tilkynningunni birtu foreldrarnir myndir sem sýndu aðeins hendur þeirra og pínulitlar hendur stúlkunnar. Ekki sést í andlit dóttur þeirra á myndunum. 

View this post on Instagram

Our girl joined us earth-side this weekend and she’s already changed our world. So in love🥺💕

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid) on Sep 23, 2020 at 8:37pm PDTmbl.is